Nýlega voru að berast fjölmörg stutt brot (svokölluð Superbowl TV spots) úr væntanlegum stórmyndum, þ.á.m. fyrir G.I. Joe og Star Trek. Eftirminnilegasta brotið var þó sýnishornið fyrir Transformers: Revenge of the Fallen, sem er að finna á forsíðunni sem og undirsíðu myndarinnar.
Brotið er ekki nema hálf mínúta á lengd, en lítur það helvíti vel út og hvet ég fólk eindregið til að horfa á það í fullscreen-gæðum.
Transformers 2 kemur í bíó í lok júní á þessu ári, og er klárlega um að ræða eina af stærstu myndum sumarsins.

