Franskri kvikmyndahátíð lýkur í kvöld, en 10 myndir hafa verið sýndar frá 16. janúar. Myndirnar voru allar á frönsku en í þetta skiptið kom ein frá Belgíu og ein frá Kanada.
Dagskráin hefur greinilega fallið í góðan jarðveg og hátíðin fest sig rækilega í sessi því að aðsókn var mjög góð, en í heildina sóttu 4.000 manns myndirnar tíu.
Tvær myndir stóðu upp úr. Hér er um að ræða opnunarmyndina Skólabekkurinn og svo Refurinn og Barnið eftir Luc Jacquet, sem sótti Ísland heim í annað sinn í tilefni af frumsýningu myndarinnar. Um 1.200 manns sáu hvora mynd.
Mikil ásókn hefur verið í Refinn og barnið síðustu daga. Uppselt hefur verið á svo til allar sýningar í vikunni og hefur fólk brugðið á það ráð að kaupa miða heilu dagana fram í tímann, sem gerist ekki oft nú til dags, því verða þessar tvær myndir sýndar áfram um helgina vegna fjölda áskorana:

