SVEF (Samtök Vefiðnaðarins) hafa kynnt þá vefi sem þykja hafa skarað framúr á nýliðnu ári, en SVEF eru fagsamtök sem starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við. SVEF veittu fyrst vefverðlaun sín árið 2000.
Kvikmyndir.is er tilnefndur í flokknum Besti afþreyingarvefur, annað árið í röð, en í fyrra hlaut Vísir.is verðlaunin. Sigurvegararnir verða kynntir næstkomandi föstudag, 30.janúar, í Hafnarhúsinu.
Til úrslita keppa:
Besti sölu- og þjónustuvefurinn
• Borgarleikhús (www.borgarleikhus.is)
• Flugfélag Íslands (www.flugfelag.is)
• Icelandair.is (www.icelandair.is)
• Miði.is (www.midi.is)
• Síminn (www.siminn.is)
Besti fyrirtækjavefurinn
• Bláa lónið (www.bluelagoon.com)
• Ísafold Travel (www.isafoldtravel.is)
• Marel (www.marel.com)
• Pósturinn (www.postur.is)
• Síminn (www.siminn.is)
Besti vefur í almannaþjónustu
• Akraneskaupstaður (www.akranes.is)
• Fasteignaskrá Íslands (www.fasteignaskra.is)
• Ísland.is (www.island.is)
• Pósturinn (www.postur.is)
• Veðurstofa Íslands (www.vedur.is)
Besti afþreyingarvefurinn
• Kvikmyndir.is (www.kvikmyndir.is)
• Iceland Socks (www.myicelandsocks.com)
• Skjárinn (www.skjarinn.is)
• Tónlist.is (www.tonlist.is)
• Vísir (www.visir.is)
Besta útlit og viðmót
• Flugmálastjórn Íslands (www.caa.is)
• Icelandair (www.icelandair.is)
• Ísafold Travel (www.isafoldtravel.is)
• Pósturinn (www.postur.is)
• Síminn (www.siminn.is)
Besti einstaklingsvefurinn
• 24×24 (www.24×24.is)
• Brjóstakrabbamein (www.brjostakrabbamein.is)
• Cafe Sigrún (www.cafesigrun.com)
• Hjartalíf (www.hjartalif.is)
• Indefence (www.indefence.is)
Að auki verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta íslenska vefinn 2008 og Björtustu vonina 2008 úr hópi allra þeirra vefja sem keppa til úrslita.

