Viltu vinna Death Race á DVD?

Margir telja Jason Statham vera konung afþreyingarmyndanna. Ef þú ert
sammála því, þá ætti þér eflaust ekki að líka illa við það að fá Death
Race á DVD, en við hér hjá Kvikmyndir.is erum einmitt að gefa eintök í
síðustu getraun okkar árinu.

Myndin skartar
rosalegum bílasenum, flottum píum, heilmiklu testósterónflæði og
six-pakkinu á Statham. Bæði strákar og stelpur ættu sumsé að finna
eitthvað við sitt hæfi.

Til að eiga séns á eintaki þarftu ekki að gera annað en að svara einni spurningu. Dregið verður síðan úr réttum svörum.

Spurningin er svohljóðandi:

Hver heitir leikstjóri myndarinnar?

Alls ekki erfitt. Sendið mér svarið á tommi@kvikmyndir.is. Fylgist svo með tölvupóstinum því ég mun hafa samband við vinningshafa upp úr hádeginu á morgun (19. des).