Besta teiknimynd ársins – og sennilega besta mynd Pixar-manna frá upphafi – er
loks að detta inn í búðir. Ég verð reyndar að hvetja menn sem eiga Blu-Ray
spilara að hiklaust fá sér ræmuna á því formatti þar sem að ég hef e.t.v. aldrei
séð mynd sem nýtur sér eins vel í háskerpu og WALL-E.
Diskurinn
inniheldur myndina með bæði ensku (dö…) og íslensku tali. Ég tel sjálfan mig
vera með gríðarlega fóbíu gagnvart íslenskri raddsetningu, en talsetningin á
WALL-E er alls ekki svo slæm, enda ekkert alltof mikið magn af samtölum í henni
– Sem betur fer.
Myndin kemur út þann 11. des. Hér eftirfarandi er
gagnrýni á útgáfuna.
DISKUR 1: Myndin
(9/10)
„Frumlegustu hliðar myndarinnar
eru m.a. þær að myndin er næstum því þögul allan tímann. Samtöl eru í algjöru
lágmarki, sem er gott að mínu mati, því þetta leyfir myndinni að fókusa á
krefjandi frásagnarhátt þar sem að uppbygging, grafík og tjáningar ráða
ríkjum.
Aðal stjarnan í myndinni er þó ekki grafíkin, eins brilliant og
hún er, heldur hljóðblöndunin.“
„Persónurnar eru einnig
strax orðnar íkonískar. Þú þarft ekki nema að sjá bara traileranna til að sjá
hvað Wall-E er klassískur karakter. Hann er fyndinn, skemmtilegur og – það sem
er eflaust mikilvægast – algjört krútt! Samskipti hans við E.V.E.
eru svo fjandi sterk að manni hlýnar í hjartað. Ég heillast ekki það auðveldlega
yfir bíómynd, en þessi mynd bræddi mig alveg.“
„Ég grínast
ekki með það að hér sé um að ræða einhverja gáfuðustu, frumlegustu og ferskustu
teiknimynd sem hefur komið út í mörg, mörg ár. Hún er líka fullkomlega við hæfi
allra.“
Lesa restina af dómnum
hér. Skrollið neðst.
AUKAEFNI:
– YFIRLESTUR (Commentary)
leikstjóra:
Andrew Stanton færir okkur skólabókadæmi um það hvernig svona
commentary eiga að vera! Hann fræðir mann um myndina og heldur athygli manns
allan tímann með áhugaverðum reynslusögum á bakvið gerð hennar. Skemmtilegt að
vita að aðstandendur horfðu á allt Chaplin safnið til að skilja hvernig „visual
storytelling“ virkar best.
– PRESTO (Pixar Short):
Ég ELSKA
Pixar stuttmyndir! Þær eru alltaf brill, enda gott dæmi um svokallað „visual storytelling.“ Þessi er einhver sú fyndnasta til
þessa. Ef þið sáuð WALL-E í bíó, þá ættuð þið að hafa séð þessa á
undan.
– BURN-E (Pixar Short):
Önnur sígild Pixar stuttmynd.
Þessi tengist myndinni og fjallar um vélmennið BURN-E, sem upplifir alla
atburðarás myndarinnar á aðeins öðruvísi máta heldur en hinar persónurnar.
Skylduáhorf! Virkilega skondið.
– DELETED SCENES:
Nokkrar
fínar, og næstum fullkláraðar, senur en myndin tapaði engu á því að sleppa þeim.
Gott að hafa commentary-ið á til að skilja betur ástæðuna af hverju senunum var
sleppt.
– BUILDING WORLDS FROM THE SOUND UP:
Ójá! Hin
gríðarlega flotta hljóðvinnsla myndarinnar fær hér svolitla krufningu. Þetta er
kannski ekkert alltof skemmtilegt aukaefni fyrir yngstu áhorfendur, en fyrir
okkur kvikmyndanördana er þetta frábært áhorf.
Allt sem Ben Burtt snertir
hljómar vel!
DISKUR 2: Meira aukaefni.
Aukaefnið á seinni
disknum skiptist á alveg ljómandi þægilegan hátt, en þú getur valið tvo flokka.
Annar flokkurinn er ætlaður kvikmyndanördum (og stendur á flipanum „For Film
fans“) en hinn er meira fyrir fjölskyldurnar („For Families“). Auðveldar mikið
um hvað skal velja.
– BEHIND THE SCENES:
Það er ekki fyndið
hversu mikil vinna fer í eina svona Pixar-mynd! Þetta eru ekkert annað en
snillingar sem vinna þarna og þessi vídeó sýna okkur erfiðu vinnuna frá grafík
til tónlistar. Einnig fáum við smá sýnishorn af því hvernig myndin átti
upphaflega að vera (og var þar meiri fókus á t.d geimverur heldur en mannfólk)
áður en sagan þróaðist í þá sem hún er í dag. Mikið er ég feginn að þeir beiluðu
á gömlu hugmyndunum.
– DELETED SCENES:
Mjög gróft útlit á
nokkrum senum sem hefðu varla gengt neinum tilgangi í
lokaútgáfunni.
– THE PIXAR STORY:
Eins og hálfs tíma
heimildarmynd um uppruna Pixar stúdíósins (eða bara uppruna tölvuteikningar í
kvikmyndum yfirhöfuð!) og ferli þess. Þetta er svo miklu breiðara
umfjöllunarefni heldur en bara Wall-E. En skylduáhorf? Ekki spurning! Þetta á
jafnvel heima á stökum DVD disk, ef eitthvað er. Ekki láta þetta framhjá ykkur
fara.
– WALL-E’S TREASURES & TRINKETS:
Þetta er samansafn
af stuttu myndbrotunum sem gefin voru út á netið. Voða krúttlegur klaufaskapur
hjá frábærum karakter. Gaman að þessu. Krakkarnir munu elska þetta.
–
LOTS OF BOTS:
Þetta er ekta fídus handa börnunum. Samt frekar slappt, að
mínu mati. Held að krökkum eigi eftir að leiðast yfir þessu, enda eru „leikir“
innbyggðir í DVD diska oftar en ekki frekar
glataðir.
Niðurstaða:
Mér finnst alltaf öflugt þegar að
aukaefni er að finna á báðum diskunum, en WALL-E settið er skemmtilega troðið af
klassa efni.
Virkilega góð útgáfa fyrir mynd sem þegar er orðin algjör
klassík. WALL-E er hin besta jólagjöf fyrir hvern sem er frá aldrinum þriggja
til sextugs.

