Kvikmyndir.is kynnir hér fyrstu DVD umfjöllun síðunnar, og hvaða mynd er betri
fyrir valinu heldur en The Dark Knight?
Þessi marglofaða stórmynd lendir
í búðir þann. 4 des
Hér smá umfjöllun á heildarpakkann.
DISKUR 1:
(Myndin)
10/10
„Ef skal segjast
eins og er, þá er Batman Begins aðeins forrétturinn… The Dark Knight er
tvímælalaust máltíðin! Ef ekki, þá eftirrétturinn
líka…„
„Christopher Nolan er snillingur
sem stóru S-i. Ég á enn eftir að sjá mynd eftir hann sem er eitthvað síðri en
góð. Ég fíla þær allar. The Dark Knight er hugsanlega rétt aaaaaaðeins fyrir
neðan Memento á gæðaskalanum, sem er ein uppáhalds myndin mín í
heimi.“
„The Dark Knight hefur hreinlega rústað og léttilega sigrað allt
sem að kemst að henni. Hvort sem þú ert að tala um myndasögugeirann,
opnunartölur í miðasölu eða bara þennan standard sem hún hefur tileinkað sér.
Þessi mynd mun skora á allar næstkomandi ofurhetjumyndir til að reyna að sleikja
tærnar á sér. Bókað!“
Sjá fullan dóm um myndina
hér. Skrollið neðst.
DISKUR 2: (Aukaefni)
Gotham Uncovered: Creation
of a Scene:
Þetta er nokkurn veginn aðalmáltíðin á aukaefninu.
Það hefði verið töff að fá hér tveggja tíma heimildarmynd um gerð ræmunnar frá
A-Ö og kannski meiri fókus á Heath Ledger heitinn, en vonandi sjáum við það þá
síðar í einhverri afmælisútgáfu. Hér er helst farið út í tæknilegu hliðar
myndarinnar í stað áherslur á leikara.
Engu að síður er mjög djúsí pakka hér
að finna og meistari Christopher Nolan hefur nánast alltaf eitthvað áhugavert að
segja. Þetta aukaefni skiptist í nokkra undirflokka, þeir eru
eftirfarandi:
Shooting Outside the Box:
Nolan
talar um IMAX-tæknina og erfiðin á bakvið hana. Það er áberandi hversu hrifinn
hann er af þessari tilraun og það að þetta skuli aldrei hafa verið notað svona
áður er auðvitað djöfulli merkilegt.
Sounds of
Anarchy:
Hans Zimmer og James Newton Howard tala um stef
myndarinnar og hvernig tónlist Jókersins varð til. Mjög áhugavert að fylgjast
með hvernig þeir ákváðu að sífellt gera hljóminn drungalegri.
In
Camera – The Dark Knight:
Pottþét besta vídeóið af öllu
aukaefninu! Nolan talar um áhættuatriðin og tekur m.a. fram að markmiðið var að
gera eins mikið á staðnum og hægt var í stað þess að snúa að tölvubrellum. Dífan
sem Batman tekur af Hong Kong byggingunni er alveg svaðaleg og fær maður nánast
hnút í magann að fylgjast með framkvæmdinni á henni. Sprengjurnar eru líka
nettar, og gaman er að sjá hvernig mönnum tókst að rústa heilum spítala í aðeins
einni töku. Merkilegt líka að Heath hafi í raun gengið út úr byggingunni sem
sprakk síðar beint fyrir aftan hann. Allt í einni töfratöku.
The
Evolution of the Knight:
Hér er aðallega farið út í endurhönnun
búningsins, og mjög gaman er að fylgjast með þessari þróun. Einnig er fjallað
um hönnunina á Batpod-hjólinu. Eins gott að skykkjan festist aldrei í
afturhjólinu. Hættulegt stöff!
TDK IMAX
sequences:
– The Prologue, Hong Kong, The Armored Car Chase, The
Lamborghini Crash, The Prewitt Building, The Dark Knight –
Hér er hægt
að sjá þær 6 senur sem teknar voru upp í IMAX (sem er – fyrir þá sem ekki vita
-brjáluð háskerpa!). Það er mjög flott að fá að sjá nokkrar af flottustu senum
myndarinnar í þeim hlutföllum (aspect ratio) sem þær voru upphaflega teknar upp
í, og munurinn þar nýtur sín best í nærmyndinni þar sem að Jókerinn kemur
fyrst fram á skjánum (en þar sjáum við hann í fullum ramma, í stað þess að sjá
aðeins part af honum eins og í venjulegu útgáfunni)
Skiptingin á milli
letterbox og fullscreen getur stundum verið pirrandi þó, eins og kemur fyrir í
sumum atriðunum, en Nolan tók það líka fram að Imax-vélarnar hafi verið það
háværar að ómögulegt var að skjóta senur með samtöl.
Gotham
Tonight:
6 mjög áhugaverð vídeó sem virka eins og fréttaþættir teknir beint úr myndinni. Þarna er ein persóna myndarinnar, Mike Engel (Anthony
Michael Hall) að útskýra „Gotham-búum“ ýmislegt sem að tengist nokkurn veginn
atburðarás myndarinnar. Sérstakt áhorf, en ég sé ekki alveg tilganginn með
því.
Galleries:
Þrælfínar galleríur þar sem hægt
er að fletta í gegnum nokkur nett concept-art af m.a. nýja Batman-búningnum,
trúðagrímum og fleiru. Síðan eru ljósmyndir á bakvið tjöldin
einnig.
Trailers:
Allir trailerarnir til staðar
og hægt er að horfa á þá – ásamt TV spots – í einni bunu fyrir þá sem að geta
einfaldlega ekki fengið nóg af því að sjá búta úr
myndinni.
Niðurstaða.
Aukaefnið
er skemmtilegt þótt undirritaður hefði gjarnan viljað gott commentary-track eða
fleiri vídeó á bakvið tjöldin. Það er til alveg hellingur af flottu
baksviðs-efni fyrir þessa mynd (þið sjáið nokkur á undirsíðunni m.a.) og synd að
það hafi ekki verið meira hérna.
Hefði þetta verið einhver önnur mynd
hefði heildarpakkinn verið talsvert svekkjandi, en þar sem að bíómyndin sjálf er
nógu sterk til að vera skyludeign í sjálfu sér, burtséð frá aukaefni, ætla ég
ekki að kvarta. Auk þess reikna ég fastlega með því að eftir einhvern tíma fáum
við að sjá flottari safndiskaútgáfu í takmörkuðu upplagi.
The Dark Knight er
brilliant mynd sem er möst að eiga í DVD safnið.
Verið svo dugleg að
biðja um ræmuna í jólapakkann ykkar í ár…

