Ég var einu sinni nörd endurútgefið á DVD

 Sena og Jón Gnarr kynna endurútgáfu á uppistandinu Ég var einu sinni nördJón Gnarr skaust upp á stjörnuhimininn með þessum einleik sem sló í gegn á fjölunum fyrir um 10 árum síðan og svo aftur á VHS spólu.

Þessi endurútgáfa er komin með nýtt útlit og inniheldur fullt af aukaefni þar á meðal glænýtt efni (tekið upp 2008) með Jóni Gnarr og Pétri Jóhanni Sigfússyni þar sem þeir félagar líta yfir farinn veg.

LISTI YFIR AUKAEFNI:
Litið um öxl:  Jón Gnarr og Pétur Jóhann Sigfússon líta um fari nn veg – tekið upp 2008
Í lengra máli:   Lengri útgáfa af nokkrum atriðum sem klippt voru burt á myndbandsútgáfunni.
Útlenska: Innanhúsfótboltabrandarinn döbbaður á færeysku, frönsku, sænsku og þýsku.
Viðtal:  Vatnsgreiddur og varalitaður Jón Gnarr í alvörugefnu viðtali í menningarþættinum Kristal.
Heimildarþáttur:  Rætt við fólkið á bakvið tjöldin. Sýnt frá upphitun Péturs Jóhanns –
Kiddi Bigfoot segir frá tilurð sýningarinnar – Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og stöðumælavörður einn, segja skoðun sína á uppistandi Jóns auk þess sem fram koma
fyrrum skólastjóri Jóns og bekkjarbróðir úr Fossvogsskóla, og rifja upp gamla tíma.

Lengd: 125 mín.