Mamma Mia! í verslanir og á leigur á fimmtudaginn

Tekjuhæsta mynd ársins á Íslandi, Mamma Mia, kemur út næsta fimmtudag á mynddiskaleigur og í allar betri verslanir. Það sem þykir sérstakt við þessa útgáfu er að hún inniheldur ,,Syngdu með“ útgáfu af myndinni, þar sem söngtextar birtast á skjá við hvert lag (auðvitað er einnig hægt að horfa á myndina án þess að textarnir birtist).

Mamma Mia rauf 100 milljóna múrinn um daginn og ljóst er að hún mun komast enn hærra, en hún var tekin til sýninga á Íslandi fyrir rétt rúmum 4 mánuðum og voru enn fullir salir síðastliðinn miðvikudag.