Alþjóðlega Kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í annað sinn í Grundarfirði helgina 27. febrúar til 1. mars næstkomandi. Hátíðin hefur nú opnað fyrir umsóknir og nú þegar hafa borist rúmlega 50 stuttmyndir og tónlistarmyndbönd víðsvegar að. Umsóknarfresturinn rennur út 1. desember næstkomandi og sem fyrr óskar hátíðin eftir bæði stuttmyndum og tónlistarmyndböndum.
Frekari upplýsingar um hátíðina og umsóknareyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu Northern Wave www.northernwavefestival.com.

