Nafnlaust bréf frá kvikmyndaáhugamanni

Eftirfarandi er nafnlaust bréf frá kvikmyndaáhugamanni sem okkur barst, en í því lýsir hann yfir áhyggjum sínum vegna þróunar á íslenskum kvikmyndamarkaði.

Ég hef verið að horfa á flestar allar kvikmyndir, sjónvarpsefni og heimildarmyndir sem framleiddar hafa verið í landinu á þessu ári. Sumar eru ekki komnar út á DVD og aðrar varla sjást en flestar eru samt aðgengilegar almenningi. Þegar við hugsum útí bíókerfið í heild sinni sem sýnir stundum heimildarmyndir, kemur margt mjög athyglisvert í ljós.

A.m.k. 90% af útgefnum myndum eru gefin út af þrem aðilum, Senu, Samfilm og Myndform. Þessi fyrirtæki hafa mjög oft samvinnu um sýningu mynda á milli bíóa, sem kannski þýðir lægra miðaverð, en þessir þrír aðilar gefa líka út í sameiningu Myndir Mánaðarins sem er auglýsingablað og er frítt. Þessir þrír aðilar skipta ekki aðeins á milli sín markaðnum heldur hafa samráð um auglýsingar og eru mjög markaðsráðandi á auglýsingum til vídeoleiga og almenningur tekur blaðið með sér heim. Aðrir komast ekki að. Græna Ljósið hefur einnig samráð við þessi fyrirtæki, aðallega Senu. Heimasíður sem fjalla um kvikmyndir og heimildarmyndir sem koma út í bíó eru flestar gerðar út á unglingamarkaðinn og upp í 25-30 ára aldurshóp. Það er líka stærsti áhorfendahópurinn. Þessar síður eru t.d. Topp5, en Fréttablaðið kaupir kvikmyndagagnrýni oft af þeim. Meðalaldur þeirra sem standa að Topp5 er rúmlega 20 ár. Tengsl Fréttablaðsins t.d. við útgefendur mynda og suma en fáa framleiðendur, kannski í gegnum saklausa unglinga, eru á mjög gráu svæði.
 
Þessir þrír stóru útgefendur höfðu til skammst tíma mikil ítök í Topp5 og ráku síðuna. Kvikmyndir.is er líka rekið af strákum sem eru með lágan meðalaldur og hver sem vill sjá sér að það sem er skrifað á þessum síðum eða í Myndir Mánaðarins er skrifað af reynslulitlu ungu fólki sem hefur ekki mikið af sjálfstæðum skoðunum umfram það sem við erum mötuð af í auglýsingum á hverjum degi frá þessum þrem útgefendum. Sá sem framleiðir t.d heimildarmynd sem fjallar á einhvern hátt um hagsmuni sem þessir þrír útgefandur vilja ekki leggja nafn sitt við þá eru sjensarnir núll fyrir þennan framleiðenda. Er þetta heilbrigt? Það er uppá náð og miskunn eða fer eftir takmörkuðum smekk og þröngsýni útgefandanna, hvað er gefið út. Það er líklega samkeppniseftirliti að þakka að Skífan og BT eru ekki í eigu Senu t.d. eða Sagafilm. Sena sem er með Háskólabíó hefur gefið sig út fyrir að vera bíó íslenskra mynda, en flest allir framleiðendur heimildarmynda hafa kvartað undan því hversu einráðir þeir eru með sýningar og ákveði allt sjálfir. það er örugglega full af góðu fólki að vinna hjá þessum fyrirtækjum, en hver stjórnar og hver hefur eftirlit?

Á Norðurlöndum sem ég þekki til eru hagsmunasamtök að fjalla um þetta fram og til baka með ríkinu, hér er engin umræða í gangi. Aðalfélagið, Samtök Íslenskra Kvikmyndaframleiðenda er stjórnað af framleiðenda sem er á kafi í hagsmunum, en félagið er óstarfhæft vegna klofnings og samkvæmt lögum á formaðurinn að vera hættur í síðasta lagi í haust. Heimasíða þeirra hefur ekki hreyfst í 5 ár. Formaðurinn hefur örugglega ágæta samninga við útgefendur nú þegar, en sem formaður virðist alveg sama hver hagsmunir hinna félaga hans eru á meðan þeir fá ekki sjens til að sýna myndir sínar.
Þetta var í Mogganum um daginn og það er reyndar mjög sjaldséð í íslensku blaði. Minni félögin hafa líka hljótt um sig. Félag kvikmyndagerðamanna virðist vera regnhlífarsamtök. Það sem einn framleiðandi hefur sagt mér sem hefur gefið út á DVD í gegnum einn þessara þriggja útgefanda, er að það er útilokað að fá að vita hvað diskurinn er mikið leigður út, hversu oft vegna þess að höfundaréttur á að koma af hverri leigu og sölu. Þannig er það í öllum löndunum í kringum okkur. Ég veit það ekki en ef rétt er þá er þetta dæmigerð vinnubrögð samráðs og mafíustarfsemis. Það er ekki flóknara. Það er ekki mikið í boði á fjölmiðlum um þetta mál, en þetta bíókerfi og stemmingin verður til undir eftirliti og ákveðnu stjórnkerfi, og það er mjög í sama anda og almenn stjórnsýsla í landinu sem einhver háskólamaður í USA sagði að væri stjórnað af kjánum.

Vegna starfs míns hjá hagsmunafélagi og einkafyrirtæki get ég ekki komið fram undir nafni. Það er mikilvægt og fer ég t.d. í tölvu sem tengist mér ekkert. En mér blöskrar, sérstaklega hvernig komið er fyrir fólki í þessum bransa sem er að byrja eða reyna að komast að, og blöskrar í ljósi þeirrar umræðu sem er almennt um hverskonar þjóðfélag við í raun erum eftir hrun efnahagskerfisins og eftirlitsins og hvernig fjölmiðlar brugðust og hvort íslendingar eru gagnrýnislausir og trúgjarnir. Það er engin opinber gagnýnin umfjöllun í gangi. Mér blöskrar mest að mikið af vel gerðu myndefni, sérstaklega heimildarmyndum, kemst ekki í almannafæri og jafnvel Íslenska Sjónvarps og Kvikmyndakademían hefur ekki séð mikið heldur þótt það hafi í mörg ár valið það „besta“. Fólk í bransanum talar mikið um þetta en ekkert skilar sér inní umræðuna og fáir segja eitt orð opinberlega. Hvers vegna?

Lifið heil