David Heyter með Watchmen?

David Heyter, sem er lítið frægur fyrir neitt nema að hann er titlaður fyrir handritinu að X-Men (hann sameinaði reyndar 12 handrit sem höfðu þegar verið skrifuð) og skrifaði víst hræðilega lélegt handrit að Hulk myndinni sem Ang Lee er að vinna að ( Ang Lee henti handritinu í ruslið eftir að hafa lesið það og byrjaði upp á nýtt), hefur nú sagt að hann ætli sér að kljást við eina albestu myndasögu allra tíma, hina endalausu snilld Watchmen eftir meistara Alan Moore. Ekki nóg með það að hann ætli sér að skrifa handritið og hafa hana sem leikstjórafrumraun sína, heldur segist hann ætla að skila henni af sér sem einni 2 tíma kvikmynd. Sögusagnir um að það eigi að kvikmynda Watchmen hafa gengið um í Hollywood alveg síðan bókin var gefin út fyrir um 15 árum síðan, en enginn hefur komist nálægt því að hefja vinnu við það nema Terry Gilliam ( Twelve Monkeys ) og hann gafst upp og sagðist þurfa að hafa myndina að minnsta kosti 8 tíma til þess að geta gert henni einhver alvöru skil. Ef slíkur maður er búinn að gefast upp, ætti einhver græningi sem ekkert hefur sannað sig sem eitt né neitt bara að fara heim að leggja sig.