Fáeinir fjölmiðlar fengu að fara á lokaða forsýningu á Watchmen í
síðustu viku og eru nú komnar nokkrar upplýsingar á netið sem að kafa
nokkurn veginn út í vissar upplýsingar sem að sýna að nokkrar
breytingar hafi verið gerðar á endi myndarinnar í samanburði við bókina.
Augljóslega,
þá inniheldur þetta stóra spoilera, þannig að þið sem að vitið ekkert
um myndina né hafið lesið bókina (og viljið halda því þannig…), alls
ekki lesa lengra!
En ef þið eruð eins og ég og hafið lesið
bókina, og hafið einnig smá áhuga á því að vita hvernig breytingar er
um að ræða, þá gæti lesturinn reynst nokkuð athyglisverður.
Þessi
texti getur nefnilega valdið því að þið munið annaðhvort fyllast enn
meiri trú á leikstjóranum Zack Snyder, eða tekið hana alfarið í burtu.
SPOILERS! – Ég vara ykkur við enn og aftur! – Smellið hér.

