Forest Whitaker ætlar sér að feta í fótspor leikara eins og Kevin Costner, Mel Gibson og Ben Affleck með að leikstýra og leika aðalhlutverkið í sinni eigin kvikmynd. Myndin mun fjalla um Jazz tónlistamanninn Louis Armstrong (1901-1971) sem sigraði tónlistarheiminn kringum miðja tuttugust öldina. Engar ýtarlegar upplýsingar eru komnar um myndina né dagsetning fyrir útgáfu, ef öllu gengur vel þá má kannski búast við myndinni árið 2010, en ekki fyrr myndi ég halda.
Mitt álit:
Ég held að Whitaker getur þetta alveg, hann hefur sannað sig áður sem góður leikari og þó hann líti ekki alveg eins út og Armstrong þá eru þeir nógu svipaðir í vexti og yfirliti til þess það virki.

