Heilagt og hinsegin

Það kennir ýmissa grasa á dagskrá RIFF á morgun, föstudaginn 3. október 2008.

Franski
leikstjórinn og rithöfundurinn Philippe Claudel mun ræða nýjustu mynd sína, Ég
hef lengi elskað þig, við gesti í Norræna húsinu á morgun kl. 12. Það er Guðrún
Vilmundardóttir, sem þýddi í sumar bók hans Í þokunni, sem leiðir umræðuna.

Finnski
leikstjórinn Arto Halonen mun halda fyrirlestur í Iðnó kl. 18 þar sem hann
ræðir hlutverk heimildamynda í heimsmálum í dag. Hann er með myndina Í skugga
hinnar helgu bókar, um hina helgu bók Túrkmenabashi og hvernig erlend
stórfyrirtæki hafa þýtt hana til þess eins að öðlast aukna viðskiptavild í
Túrkmenistan.

Þrír
erlendir leikstjórar og ein leikkona munu svara spurningum áhorfenda eftir
sýningar mynda þeirra á morgun. Þeir eru: David Kinsella, leikstjóri
myndarinnar Fallegur harmleikur (Norræna húsið kl. 20), Arsinée Khanjian,
leikkona myndarinnar Adoration (Regnboginn kl. 17), Gwen Haworth, leikstjóri
myndarinnar Hún var strákur sem ég þekki (Iðnó kl. 17.30) og Elemér Ragályi,
leikstjóri Án vægðar (Regnboginn kl. 19.30).

Sandi
Dubowski heldur fyrirlestur um samkynhneigð og trú, en hann er framleiðandi
myndarinnar Heilagt stríð fyrir ástina (A Jihad for Love) sem fjallar um
samkynhneigð meðal múslima. Fyrirlesturinn fer fram í Regnbogasal Samtakanna
’78 kl. 12 á morgun, föstudag.