Eins og argengtínskt te

Á meðal athyglisverðra dagskrárliða á RIFF á morgun er erindi um argentínska kvikmyndagerð, en henni líkir Hólmfríður
Garðarsdóttir spænskukennari við þjóðardrykk Argentínubúa, Mate-te. Það er bruggað úr villijurt
og þykir ómissandi hvenær sem fólk kemur saman. Mate hefur verið drukkið alla
morgna og öll síðdegi svo lengi sem menn muna. 
Kvikmyndagerð Argentínumanna hefur fylgt bæði þjóðlegum og alþjóðlegum
straumum frá því fyrsta upptökuvélin barst frá París fyrir einum 100 árum.

Argentínskar kvikmyndir búa oft yfir skarpri þjóðfélagsádeilu og leitast við að
varpa ljósi inn í skúmaskot, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá RIFF. Það má segja að þær séu eins og mate-te, mörgum
þykir það vont, en það venst vel.

Norræna húsið
á morgun, miðvikudag, kl. 12-13.