W. verður ekki einhliða kvikmynd segir Oliver Ston

Oliver Stone heldur því harðlega fram að myndin hans um Bush Bandaríkjaforseta mun vera sanngjörn lýsing á lífi hans og stjórnunartímabili.  Hann heldur því þó einnig fram að þeir 15-20% Bandaríkjamanna sem elska Bush munu ekki líka vel við myndina og ekki heldur þeim 15-20% Bandaríkjamanna sem hata Bush, heldur eru það þessu hlutlausu 60% sem Oliver Stone er að leitast eftir til þess að sjá myndina.  Stone segir einnig frá því hve erfitt það var að finna fjármagn fyrir myndina, öll bandarísk framleiðslufyrirtæki neituðu að fjármagna svo endanlega fékk Stone fjármagnið frá Lionsgate sem er staðsett í Kanada. 

Myndin sjálf mun fjalla um fyrri ár forsetans, kosningarbaráttuna hans árið 2000 og einnig um Íraksstríðið og afleiðingar þess.  Henni hefur verið lýst sem „ævisögukvikmynd með kómiskum ívafi“ þar sem miðað við treilera og tv-spots þá virðist myndina ekki nærrum því eins alvarleg og fyrri pólitísku kvikmyndir Stone’s eins og JFK og Nixon. 

Mitt álit:

Eins mikið og ég dáist að Oliver Stone þá hafa myndirnar hans eftir Nixon (1995) verið á hægri niðurleið.  World Trade Center var ein af verri kvikmyndum 2006 og mjög ómerkileg ef borin saman við hinar myndirnar hans.  Alexander var ekki það góð en hún hafði þó allavega kjarkinn til þess að reyna gera eitthvað merkilegt.  Ég þori ekki að vera of spenntur fyrir W. en þetta gæti vel verið nýtt stökk upp fyrir Stonerinn…