Solace stytt?

IGN staðfesti í gær heildarlengd nýjustu Bond myndarinnar, Quantum of Solace, en myndin verður víst 106 mínútur á lengd, sem að gerir hana að stystu Bond mynd allra tíma.

Myndin tekur beint upp þráðinn þar sem að sú fyrri endaði, en til gamans má geta að Casino Royale var einmitt lengsta myndin í Bond seríunni, með 144 mín. í lengdartíma.

Leikstjórinn Marc Forster segir að margir hafa kvartað undan seinustu mynd fyrir að vera of löng, þá helst vegna pókersenana. Hann bætti síðan við að hann hafi ávallt viljað hafa sína Bond-mynd þétta og vel keyrða. Hann kallar myndina algjöran rússíbana og vonar að almenningur verði sammála sér.

Quantum of Solace kemur í bíó þann 14. nóvember.