Reykjavík International Film Festival hefst þann 25.september næstkomandi og lýkur 5.október. Kvikmyndahátíðin hefur verið haldin í Reykjavík frá árinu 2004 og er nú haldin í fimmta sinn. Gríðarlegt magn af myndum er í boði á meðan hátíðin stendur yfir, en þetta er stærsta kvikmyndahátíðin sem haldin er hérlendis.
Ásamt því að fjölmargar myndir eru sýndar þá eru aðrar uppákomur í boði, m.a. bílabíó og Kung Fu kvöld Páls Óskars. Sýningar á myndunum fara fram í Regnboganum, Norræna Húsinu og Iðnó.
Hægt er að kaupa þrenns konar miða, 8 mynda klippikort á 5.000 ISK, Hátíðarpassa á 7.000 ISK og svo miða á staka mynd sem kostar 900 ISK. Athuga skal að takmarkað magn er til af klippikortum og hátíðarpössum.
Enn er ekki hægt að kaupa miða, en miðasalan hefst innan skamms.

