RIFF hefst á fimmtudaginn

Reykjavík International Film Festival hefst þann 25.september næstkomandi og lýkur 5.október. Kvikmyndahátíðin hefur verið haldin í Reykjavík frá árinu 2004 og er nú haldin í fimmta sinn. Gríðarlegt magn af myndum er í boði á meðan hátíðin stendur yfir, en þetta er stærsta kvikmyndahátíðin sem haldin er hérlendis.

Ásamt því að fjölmargar myndir eru sýndar þá eru aðrar uppákomur í boði, m.a. bílabíó og Kung Fu kvöld Páls Óskars. Sýningar á myndunum fara fram í Regnboganum, Norræna Húsinu og Iðnó.

Hægt er að kaupa þrenns konar miða, 8 mynda klippikort á 5.000 ISK, Hátíðarpassa á 7.000 ISK og svo miða á staka mynd sem kostar 900 ISK. Athuga skal að takmarkað magn er til af klippikortum og hátíðarpössum.

Enn er ekki hægt að kaupa miða, en miðasalan hefst innan skamms.

Dagskrá hátíðarinnar má nálgast með því að smella hér