Columbia Pictures eru nú í viðræðum við þá kumpána Vin Diesel og Rob Cohen um að gera nýja xXx mynd, en upprunalega myndin kom út árið 2002 og fjallaði um adrenalínfíkil (Vin Diesel) sem er ráðinn af ríkisstjórninni í hættulegt verkefni.
Framhaldsmyndin mun bera nafnið xXx: The Return of Xander Cage og mun vera sú þriðja í röðinni, en xXx: State of the Union kom út árið 2005 og skartaði m.a. Ice Cube í aðalhlutverki.
Ekki er komið handrit fyrir myndina né upplýsingar um hvenær tökur munu hefjast.
Tengdar fréttir
27.8.2008 Tvær Chronicles of Riddick myndir í bígerð

