Don LaFontaine er maður sem fáir kannast við, en margir hafa eflaust heyrt röddina hans. LaFontaine talaði inná um 750 þúsund sjónvarpsauglýsingar og 5.000 trailera. Hann er eflaust frægastur fyrir að segja orðaröðina ,,In a world..“ sem er nú orðin klisja. Margir uppistandarar hafa gert mikið grín að röddinni hans, og þið kveikið pottþétt á perunni hver þetta er þegar þið horfið á myndbandið hér neðst í fréttinni.
LaFontaine var 68 ára gamall þegar hann lést og var af mörgum kallaður Trailerkóngurinn (e. The Trailer King). Hann lést á mánudaginn vegna baráttu við sjúkdóms í Los Angeles, en dánarorsökin hefur ekki verið gefin nánar upp.
Smellið hér til að sjá myndband um Don LaFontaine og heyra hans frægu rödd.

