Slæmar Fréttir fyrir Forman

Leikstjórinn Milos Forman ( Man on the Moon ) kemur til með að leikstýra myndinni Bad News eftir handriti Doug Wright ( Quills ) sem byggt er á samnefndri bók Donald Westlake. Verður myndin í léttari kantinum fyrir Forman, og fjallar um smáþjóf sem fer í samstarf með öðrum smáþjóf um að ræna spilavíti, sem bandarískir indiánar eru eigendur að. Hann kemst þó fljótt að því að brögð eru í tafli, og reynir að snúa hlutunum sér í hag áður en allt er orðið um seinan.