Handritsgerð hafin fyrir væntanlega Hobbit mynd

Meistararnir Peter
Jackson
og Guillermo
del Toro
hafa tilkynnt að handritsgerð að myndinni The Hobbit
sé hafin. Til að hjálpa sér með skrifin hafa þeir fengið til liðs við sig Fran
Walsh
og Philippa Boyens, en þær voru í ákveðnu sköpunarteymi við
gerð Lord of the Rings þríleiksins.


Upphaflega var áætlunin að búa til teymi til að skrifa handritið sem Guillermo
del Toro
og Peter
Jackson
myndu  hafa umsjón yfir, en þeir ákváðu fyrir stuttu að taka
meira þátt í handritsferlinu. Ástæðan fyrir því er að þeir hafa báðir
gríðarlega tilfinningu, næmni og þekkingu á verkum J.R.R. Tolkien, höfund
Lord of the Rings bókanna og The Hobbit, sem ásamt því að skrifa bækurnar þá
bjó hann til Miðgarð, sem er sögusvið bókanna með sitt eigið tungumál og
fleira.

Það að teymi myndi skrifa handritið hefði þýtt mánaðarlanga rannsóknarvinnu og
óvíst er hvort það teymi myndi nokkurntímann hafa sömu tilfinningu fyrir efninu
og Jackson & Toro. Í stað þess þá er handritsgerðin nú þegar hafin, sem
hljóta að vera ánægjufregnir fyrir aðdáendur bókarinnar, en það eru vægast sagt
gríðarlegar væntingar fyrir þessa mynd sem á að koma út árið 2011.