Russell Crowe sem Bill Hicks?

 Handrit byggt á ævi Bill Hicks er í skrifum og það er mögulegt að Russell Crowe muni leika Bill Hicks sjálfan í kvikmynd byggða á ævisögu hans.  Bill Hicks var frægur bandarískur grínisti á árunum 1978-1994 þar til hann dó úr krabbameini aðeins 32 ára að aldri í febrúar 1994.  Hann var einn af fáum grínistum sem blandaði gríni með alvöru málefnum og náði samt að skilja eftir sig merkingarfull skilaboð.  Russell Crowe sem er fæddur árið 1964 er nú þegar orðinn 44 ára gamall og ef myndin verður tekin upp innan við næstu tvö ár þá er hann samt kringum 15 árum eldri en Bill Hicks var þegar hann dó.  Ég dreg ekki leikhæfileika Crowe í efa en ég er ekki viss hvernig þeir ætla að fela aldursmuninn og gera það vel.

Mitt álit:

Mér finnst þetta skondið þar sem ég pældi einu sinni í því hver gæti leikið Bill Hicks í kvikmynd og Russell Crowe var eitt þeirra nafna sem komu til greina hjá mér, því að miklu leiti þá er hann soldið líkur Hicks.  Þeir sem þekkja ekki Bill Hicks þá mæli ég með að þið kynnist honum, því í fullri alvöru, ef þessi maður væri ennþá lifandi þá væri heimurinn hugsanlega betri staður í dag.

http://en.wikipedia.org/wiki/Bill_hicks