Watchmen með smá vanda!

 Samkvæmt nýjum fréttum á www.deadlinehollywooddaily.com þá er Watchemen
kvikmyndin í lagarhættu milli Warner Bros. og Twentieth Century Fox. 
Dómari hefur dæmt úr málinu að ekki sé hægt að hundsa rétt Twentieth
Century Fox á eignarrétti yfir myndinni sem er nú þegar í
eftirvinnslu.  Svona mál geta átt sér þá afleiðingu að fresta myndum og
í versta falli láta þær sitja á hillunni í óralangan tima.  Warner
Bros. hafði sama vandamál með 2005 myndina Dukes of Hazzard á sínum
tíma og þurfti fyrirtækið að borga aukalega tugir milljónir dali til
þess að gefa myndina út. 

„20th Century Fox made this statement: „Warner Brothers’ production and anticipated release of The Watchmen
motion picture violates Twentieth Century Fox’s long-standing motion
picture rights in The Watchmen property.  We will be asking the Court
to enforce Fox’s copyright interests in The Watchmen and enjoin the
release of the Warner Brothers film and any related Watchmen media that
violate our copyright interests in that property.“

Warner
Bros. hefur verið efri á gæðaskalanum heldur en Twentieth Century Fox
seinustu árin.  Á meðan Warner Bros er að gefa út myndir eins og Batman
Begins, The Dark Knight og Watchmen þá hefur Twentieth Century Fox
verið að gefa út Fantastic Four myndirnar svo að hugsanlega er þetta
bara öfundsýki milli stórfyrirtækja.  Fjölmiðlar eiga það einnig til að
gera allar hættur meiri en þær eru,
því þetta mál er alveg líklegt til þess að vera leyst fljótt.  Ef þetta
verður hinsvegar að vandamáli þá munu allir Watchmen aðdáðendur sem eru
að bíða eftir myndinni verða brjálaðir og sama með mig.

Alla greinina er hægt að sjá hér, hún er á ensku…

http://www.deadlinehollywooddaily.com/urgent-warners-watchmen-in-legal%20-peril/