Pegg ekki í Bastards

Breski grínarinn Simon Pegg (Spaced, Hot Fuzz) var orðaður um mikilvægt hlutverk í nýjustu mynd Quentin’s Tarantino, Inglorious Bastards.

Pegg sagði að hann muni því miður ekki geta leikið í myndinni þar sem að hann er algjörlega fast vafinn utan um nýjustu mynd Greg Mottola (Superbad), sem ber heitið Paul.

Pegg segir að þeir Quintin hafi reynt að móta tökuplan sem myndi henda þeim báðum en á endanum gekk ekkert upp.

Annars munu Brad Pitt, Eli Roth og Mike Myers fara með helstu hlutverk myndarinnar og myndin stefnir að því að vera komin út í kringum 2010.

Myndin fjallar um hóp glæpamanna sem verða fyrir árás nasista í Seinni Heimsstyrjöldinni. Allir nema glæpamennirnir deyja, og þeir ákveða að reyna að komast til Sviss til að flýja ákærur – en til þess verða þeir að komast í gegnum allan her nasistanna.