Áætlað var að gefa út næstu Harry Potter myndina, The Half-Blood
Prince í nóvember á þessu ári en útaf þriggja mánaða verkfalli
handritshöfunda sem stoppaði allar kvikmyndaframleiðslur yfir seinustu
jól, þá neyðast stúdíóyfirmennirnir að fresta myndinni til júlí 2009.
Ástæðan er víst sú að þeir óttast að myndin verði ekki tilbúin til þess
að keppast við aðrar myndir yfir næsta jólatímabil, þeir vilja frekar
fara öruggari leið til þess að græða meiri pening, sem þýðir átta
mánaða lengri bið fyrir aðdáðendur. Sem betur fer er ég enginn
aðdáðandi, því ef ég væri aðdáðandi þá væri ég frekar pirraður…

