Superbad/Pineapple Express framhaldsmyndablanda?

Það hljómar kannski furðulega en samkvæmt nýlegu viðtali við James Franco einum aðalleikaranum í Pineapple Express þá eru áform fyrir Seth Rogen að skrifa framhaldsmynd fyrir bæði Superbad og Pineapple Express í einni kvikmynd.  Judd Apatow talaði um þessa hugmynd á Comic Con en það var talið vera grín þar til James Franco sagði að það væri alvöru hugmynd, þrátt fyrir að vera frekar langsótt.  Talað var um að fá báða leikstjóra myndanna, Greg Motolla og David Gordon Green til þess að stjórna verkefninu og auðvitað Seth Rogen til þess að skrifa handritið en honum hefur ekki langað til þess að gera framhald af Superbad hingað til.  Þar sem þetta er ennþá bara hugmynd þá getur hvað sem er ræst úr þessu, svo ekki skapa neinar vonir…