Meteor Studios, framleiðendur kvikmyndarinnar Journey to the Center of the Earth 3D, eiga nú undir högg að sækja en um 130 grafískir hönnuðir, tæknibrellusérfræðingar og aðrir tæknimenn hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu sína síðan í nóvember árið 2007. Þessir aðilar hafa ákveðið að fara með málið fyrir dóm til þess að fá laun sín í hendurnar á réttmætan hátt.
Meteor Studios tilkynntu gjaldþrot sitt í mars, rétt eftir að myndin var tilbúin, og því er alls óvíst hvort peningar séu á leiðinni í vasa starfsmannanna á næstunni. Þrátt fyrir að leikarar hafi fengið greitt þá hefur Brendan Fraser hjálpað tæknimönnunum að fá greitt, en hann hefur barist fyrir þeirra réttindum og m.a. sjálfur hringt símtöl í hluthafa fyrirtækisins til þess að greiða úr málinu.
Journey to the Center of the Earth 3D er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1959, og tekur tillit til bókar Jules Verne sem fjallar um sama málefni. Myndin er í þrívídd og því gríðarleg tæknivinna sem liggur á bakvið hana. Journey to the Center of the Earth 3D var meðal annars tekin upp á Íslandi, en íslensk leikkona, Anita Briem, leikur eitt af aðalhlutverkum myndarinnar.
Journey to the Center of the Earth 3D verður frumsýnd á Íslandi 12.september næstkomandi

