Við höfum lengi greint frá slúðrinu í kringum Evil Dead og fyrir nokkru síðan birtum við viðtal við The Evil Dead hetjuna Bruce Campbell varðandi þetta slúður, um að fjórða Evil Dead myndin væri á leiðinni. Campbell var bjartsýnn en sagði að þetta væri í höndum Sam Raimi, leikstjóra myndarinnar.
Á nýliðnu ComicCon sagði Sam Raimi að undirbúningur við tökur á The Evil Dead 4 væru hafnar!
„Ég dýrka að vinna með Bruce Campbell…hann er rosalega viljugur til að gera hlutina rétt. Hann er mjög fyndinn gaur en það sem meira máli skiptir er að hann er líkamlega tilbúinn til að gera allt svo að ákveðin atriði virki. Mig langar til að reyna á þessi þolrif hans og gera aðra Evil Dead mynd, og sannleikurinn er sá að sú mynd er í bígerð. Mig langar til að vinna við hana með bróður mínum Ivan Raimi.“ sagði Sam Raimi í viðtali á Comic Con.
The Evil Dead þríleikurinn er einn sá sérstakasti í manna minnum og myndunum fylgja fjölmargir aðdáendur úti um allan heim. Við höfum ekkert séð síðan Army of Darkness kom út árið 1993.
Tengdar fréttir

