Hinn frábæri leikari, Jason Lee ( Almost Famous ) og leikkonan upprennandi Julia Stiles ( Save the Last Dance ) eru að fara að leika saman í mynd. Er það gamanmyndin It´s A Guy Thing, og fjallar um mann (Lee) sem vaknar við hliðina á fögru fljóði (Stiles) eftir steggjapartíið sitt. Hann hefst þegar handa við að reyna að hylja yfir ótrúnað sinn við konuefni sitt, óaðvitandi þess að hann er algjörlega saklaus í málinu. Myndinni verður leikstýrt af Chris Koch ( Snow Day ).

