Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Save the Last Dance 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. apríl 2001

The Only Person You Need To Be Is Yourself.

112 MÍNEnska

Sara Johnson dreymir um að verða atvinnu listdansari. Eftir að móðir hennar deyr af slysförum, þá neyðist Sara til að flytja frá Lemont, sem er rólegt úthverfi í Chicago, í slæmt hverfi sem faðir hennar býr í. Þetta nýja umhverfi, sem er mjög ólíkt því sem hún er vön, eykur á sorg og örvæntingu Sara, og meðvirkni, sem er vegna þess að móðir hennar... Lesa meira

Sara Johnson dreymir um að verða atvinnu listdansari. Eftir að móðir hennar deyr af slysförum, þá neyðist Sara til að flytja frá Lemont, sem er rólegt úthverfi í Chicago, í slæmt hverfi sem faðir hennar býr í. Þetta nýja umhverfi, sem er mjög ólíkt því sem hún er vön, eykur á sorg og örvæntingu Sara, og meðvirkni, sem er vegna þess að móðir hennar var á leiðinni á danssýningu hennar þegar hún dó. En þegar hún hittir Derek, vinsælan samnemanda sinn, sem elskar hip hop dans og sér framtíðina í björtu ljósi þrátt fyrir erfiða æsku, þá finnur hún aftur metnaðinn til að dansa.... minna

Aðalleikarar


Ég vil bara spyrja: Hafa stelpur í alvöru gaman af svona myndum? Ballettdansari sem fer að dansa hip hop og grenjar yfir kynþáttafordómum er ekki eitthvað sem höfðar til mín og ég sé ekki hvaða hópur á að fíla þetta fyrir utan stelpur frá 10 til 15 ára gömlum. Hún er reyndar vel gerð og einhver metnaður hefur greinilega verið settur í þetta en til hvers? Ekki fyrir mig
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jahá, það eru ekki margar myndir sem ná svona vel til mín eins og Save the last dance gerir. Ég veit ekki hvað það er sem olli því að ég fór hverja einustu helgi og leigði þessa mynd á tímabili. Julia leikur stelpu sem æfir ballet af kappi en missir móður sína í bílslysi og hættir þá að dansa. Hún flyst til NY og kynnist þar nýju fólki, aðallega svertingjum. Hún verður kærasta Seans. Þau þurfa saman að snúa bökum saman gegn fordómum. Sean hjálpar Juliu að vinna á sorginni og kemur henni aftur í ballettinn. Skemmtileg tónlist og gott handrit prýða þessa mynd. Þessi mynd er upplögð fyrir stelpur og rómantískar konur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þetta mjög góð mynd. Ég myndi segja að þetta væri svokölluð stelpu mynd.Ég held að strákar gætu horft á hana svona einu sinni og svo fengið ógeð af henni. Ég ef séð hana nokkrum sinnum og finnst hún enþá vera fræbær. Ég mæli með hanni ef mæðgur eða vikonur ættla að leigja sér mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki orða bundist yfir því hversu oft er hægt að bjóða kvikmyndaunnendum upp á sömu myndirnar. Það er ekki laust við að mér hafi ég fundist hafa séð þessa oft áður þó svo hafi ekki verið. Hver kannast ekki við stelpuna sem flytur í nýtt umhverfi og er ekkert sérlega vel tekið af fólkinu í kringum hana en nær svo aldeilis að rétta úr kútnum og spila gott mót á flestum sviðum. Þetta er eins ófrumlegt og kostur er. Ég skammast mín sem alvöru karlmaður að hafa séð hana þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd æðisleg, fjallar um dans og tónlist. Þetta er týpísk stelpumynd og ég mæli með henni fyrir stelpur sem vilja horfa á einhverja mynd einar eða með vinkonunni, ekki kærastanum. Sean Patrik er hot í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn