Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Coach Carter 2005

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 11. mars 2005

It begins on the street. It ends here.

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
Rotten tomatoes einkunn 85% Audience
The Movies database einkunn 57
/100

Árið 1999 tók íþróttavöruverslunareigandinn Ken Carter að sér að þjálfa körfuboltalið fyrir gamla miðskólann sinn, í fátækum hluta Richmond hverfisins í Kaliforníu, þar sem hann sjálfur var keppnisíþróttamaður á sínum tíma. Carter byrjar á því að breyta hugarfari leikmanna og frammistöðu á vellinum, og setur strangar reglur, sem innihalda skriflega... Lesa meira

Árið 1999 tók íþróttavöruverslunareigandinn Ken Carter að sér að þjálfa körfuboltalið fyrir gamla miðskólann sinn, í fátækum hluta Richmond hverfisins í Kaliforníu, þar sem hann sjálfur var keppnisíþróttamaður á sínum tíma. Carter byrjar á því að breyta hugarfari leikmanna og frammistöðu á vellinum, og setur strangar reglur, sem innihalda skriflega samninga við leikmennina, þar sem kveðið er á um góða hegðun, góðan klæðaburð og góðar einkunnir í skóla. Fyrst taka menn þessu illa en smátt og smátt verður liðið sigursælt. En þegar liðið verður of sigurvisst og byrjar að gefa eftir þá kemst Carter að því að of mörgum leikmönnum gengur illa í skólanum, og hann afturkallar alla viðburði þar til liðið bætir sig í skólanum. ... minna

Aðalleikarar


Mér fannst þetta allveg ágætismynd, þrátt fyrir að það séu til alltof margar svona körfuboltamyndir. Hún kemur manni soldið á óvart , maður hélt kannski að það myndi enda svona týpískt, liðið sigrar heiminn og allir elska alla. Þannig að þetta kom manni soldið á óvart og leið manni soldið vel. En svo ég sleppi aukaatriðunum( ég hef ekki séð hana) þá er þetta allveg fín mynd, og telst til svona prýðis skemmtunar myndi ég segja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar maður er á leið í bíóhúsið að fara sjá þessa mynd heldur maður að þetta sé svona normal körfubolta mynd þar sem nýr þjálfari tekur við lélegu liði og gerir þá að meisturum og allir eru voða happy í endann en svo er ekki. Coach Carter er snildar mynd þar sem Samuel L. Jackson fer með aðalhlutverkið sem Kevin Carter sem er fyrverandi körfuboltaleikmaður sem tekur að sér að þjálfa ungaleikmenn í menntaskóla sem eru ekki alltof góðir en það mun breytast en svo blandast inn í þetta atriði lífsins og hvernig lífið er....

en allavega frábær mynd óg mæli með að sem flestir mæti í bíóhúsin og líti á þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Coach Carter er skemmtileg körfubolta mynd fyrir alla fjölskylduna. Samuel L. Jackson fær klapp á bakið fyrir leik sinn sem K. Carter eða Coach Carter. Hann leikur þetta af stakri snilld og lifir sig inní hlutverkið. Skemmtilegar körfuboltasyrpur af og til þó það mætti kannski vera meira af þeim. En annars er þetta bara nokkuð góð mynd. Ekki svona týpísk mynd. Mæli eindregið með henni. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.09.2011

Denzel og Zemeckis snúa bökum saman

Hinn virti leikstjóri Robert Zemeckis, maðurinn á bakvið Back to the Future, Forrest Gump og Cast Away (svo eitthvað sé nefnt), ætlar loksins að slíta sig frá "Motion capture" æðinu sínu og snúa sér að einhverju öðru en tölvugerðum teiknimyn...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn