Coach Carter
2005
Frumsýnd: 11. mars 2005
It begins on the street. It ends here.
136 MÍNEnska
64% Critics
85% Audience
57
/100 Árið 1999 tók íþróttavöruverslunareigandinn Ken Carter að sér að þjálfa körfuboltalið fyrir gamla miðskólann sinn, í fátækum hluta Richmond hverfisins í Kaliforníu, þar sem hann sjálfur var keppnisíþróttamaður á sínum tíma. Carter byrjar á því að breyta hugarfari leikmanna og frammistöðu á vellinum, og setur strangar reglur, sem innihalda skriflega... Lesa meira
Árið 1999 tók íþróttavöruverslunareigandinn Ken Carter að sér að þjálfa körfuboltalið fyrir gamla miðskólann sinn, í fátækum hluta Richmond hverfisins í Kaliforníu, þar sem hann sjálfur var keppnisíþróttamaður á sínum tíma. Carter byrjar á því að breyta hugarfari leikmanna og frammistöðu á vellinum, og setur strangar reglur, sem innihalda skriflega samninga við leikmennina, þar sem kveðið er á um góða hegðun, góðan klæðaburð og góðar einkunnir í skóla. Fyrst taka menn þessu illa en smátt og smátt verður liðið sigursælt. En þegar liðið verður of sigurvisst og byrjar að gefa eftir þá kemst Carter að því að of mörgum leikmönnum gengur illa í skólanum, og hann afturkallar alla viðburði þar til liðið bætir sig í skólanum. ... minna