Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Eternal Sunshine of the Spotless Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekki mynd fyrir hvern sem er. Ég vildi óska þess að svo væri því hún er alveg yndisleg. Ég sá a.m.k. tvisvar sinnum fólk labba saman út úr salnum. Það krefst smá þolinmæði að horfa á myndina. Hún er ruglingslegur og draumkenndur sálfræðitryllir en ef maður klárar myndina situr hún ennþá eftir í hausnum á manni og hún virkar bara alls ekkert ruglandi. Boðskapurinn er skýr og einfaldur(sjáið myndina til að átta ykkur á því hver hann er) en e.t.v. er e-r enn dýpri boðskapur falinn í myndinni. Ég þarf að horfa aftur á hana til að átta mig á því. Sem sagt: horfið á myndina með það í huga að þetta er ekki grín- eða gamanmynd og verið þolinmóð. Þetta ER vönduð og góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Catch Me If You Can
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Yndisleg mynd. Ég hélt að Leonardo DiCaprio væri búinn að missa það enda hefur hann ekki sést mikið að undanförnu en nú hef ég miklu meira álit á honum sem leikara. Hann hefur ennþá þá hæfileika sem sáust í Gilbert Grape og Romeo+Juliet. Mér finnst líka alltaf plús fyrir myndir ef Christofer Walken leikur í þeim, þar sem hann er alger snillingur, og þessi mynd er engin undantekning. Myndin er, að mér finnst, mjög vel gerð í alla staði og allir kvikmyndaunnendur ættu að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Trapped
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg ágætis afþreying og ég mæli með henni. Ég var svolítið pirruð á henni fyrir hlé en það rættist mjög vel úr henni eftir hlé. Litla stelpan var einum of fullorðinsleg að mínu mati en lék vel miðað við aldur. Courtney Love verður líka betri eftir því sem líður á myndina. Kevin Bacon er einn af uppáhalds leikurunum mínum og hann á mjög góðan leik í þessari mynd og er virkilega sannfærandi sem þessi sjúki og vondi maður. Fléttan er góð og myndin verður meira spennandi með tímanum. Svo ég mæli með því að þú skellir þér á hana ef þig langar að sjá góða spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei