The Dark Knight slær öll met vestanhafs!

The Dark Knight sló öll met í Bandaríkjunum þegar sýningar hófust í gær, en hún græddi hvorki meira né minna en 18,5 milljónir dollara á miðnætursýningunum einum, sem er hreint ótrúleg tala. Á tímabili seldust 10 miðar á sekúndu!

Myndir slær met Star Wars: Revenge of the Sith, en hún græddi 16,9 milljónir dollara þegar hún var frumsýnd á svipaða hátt árið 2005. Framleiðendur eru að búast við tölur yfir 100 milljónir á fyrstu helginni einni! Spekingar vestanhafs segja það nánast bókað mál að hún muni slá út Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull í þeim málum, en hún græddi 100,1 milljónir dollara á fyrstu helginni, sem myndi koma The Dark Knight á góða leið með að verða söluhæsta og stærsta mynd ársins 2008!