DC Comics kynnir fleiri ofurhetjumyndir

Á meðan Marvel dælir út rándýrum ofurhetjumyndum og The Dark Knight er þegar búinn að öðlast heimsfrægð áður en hún kemur út þá hafa DC Comics sitið eftir með sárt ennið með lítið á milli handanna. Næsta verkefni þeirra er Watchmen en lítið meira en það.

Warner Bros og DC Comics hafa því tilkynnt að þeir ætli að troða sér inní ofurhetjubissnessinn á næstu 5 árum með mikið af ofurhetjumyndum. Við eigum því án efa eftir að sjá toppinn á þessari ofurhetjuútgáfu eins og við þekkjum hana.