Nei, andsk. hafi það

Jonathan Hensleigh, drullusokkurinn sem framleiddi (ásamt fleiri drullusokkum) hinar hörmulegu Con Air , Gone in 60 Seconds og Armageddon, er nú að fara að LEIKSTÝRA sinni fyrstu mynd. Ber hún nafnið Bounty Killer, og fjallar um ofbeldisfullan mannaveiðara sem kemur til smábæjar til að ná í verðlaunin sín, en þar er hann ráðinn af naglharðri ungri stúlku til þess að bjarga bænum. Á meðan á verkefninu stendur, leysir hann leyndarmál eigin fortíðar. Hljómar spennandi!