Eins og kunnugt er, ætlar leikstjórinn Steven Soderbergh ( Traffic ) að gera framhald af þeirri mynd sem gerði hann frægan á sínum tíma á Sundance hátíðinni, Sex, Lies, and Videotape. Leikkonan Catherine Keener hefur þegar skrifað undir samning um leik í myndinni, sem ber heitið How To Survive A Hotel Room Fire, en nú hefur X-Files leikarinn David Duchovny ( Return to Me ) einnig sýnt áhuga á leik í myndinni, og eru samningaviðræður við hann á fullu sem stendur.

