Tom Cruise er að leita sér að næstu mynd sem hann gerir á eftir Minority Report sem hann er að gera með Steven Spielberg. Efst á óskalistanum virðist vera kvikmyndin Cold Mountain, sem yrði leikstýrt af Anthony Minghella ( The Talented Mr. Ripley. Reyndar hafa bæði Brad Pitt og Matt Damon lýst áhuga á hlutverkinu. Fjallar myndin um hermann í þrælastríðinu, sem er særður og er á leiðinni heim til konunnar sinnar ( sem hugsanlega yrði leikin af Renee Zellweger ef hún hefur pláss fyrir hana út af væntanlegri kvikmynd sinni Chicago ). Myndin er byggð á skáldsögu eftir Charles Frazier og hefur verið alveg við það að komast í framleiðslu síðan 1997.

