Beverly Hills Cop 4 í bígerð?

Orðrómar hafa orðið sífellt hærri undanfarna daga um það að Eddie Murphy hafi farið til Paramount með þá hugmynd að koma með fjórðu Beverly Hills Cop myndina. Að sögn aðila í kvikmyndabransanum stakk hann upp á því að Brett Ratner væri hans fyrsta val í leikstjórastólinn, en hann hefur gert myndir eins og Rush Hour 3 og X-Men: The Last Stand.

Paramount hafa líklega tekið vel í hugmyndina því markið er sett á að taka upp myndina árið 2009 og að hún komi út árið 2010. Ljóst er að Eddie Murphy verður að ná í eitthvað meira úr pokahorninu heldur en Norbit til að gera allavega mig sáttan.