Indy 4: Stórar spurningar tæklaðar

Í kjölfar þess að það styttist í frumsýningu nýjustu Indiana Jones myndarinnar, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull þá er fínt að líta á smá pælingar til að auka spenninginn enn meir!

Hvað er Kristalhöfuðkúpan? „The Crystal Skull“
Kristalhauskúpurnar (það eru mjög líklega fleiri en ein í myndinni) eru það sem sögupersónurnar eru að elta út alla myndina. Það litla sem kvikmyndagerðarmennirnir hafa lekið út er að þær eru mjög líklega af einhverjum öðrum heimi og búa því yfir yfirnáttúrulegum kröftum, en aðdáendur telja að þeir sem hafi kristalhöfuðkúpurnar í sínum höndum sjái fram í framtíðina.

Á Indy son?
Strax og Shia LaBeouf leit dagsins ljós í leikaravalinu þá voru pælingar um að hann væri sonur Indy, þar sem hann gamnaði sér eitthvað með Marion Ravenwood í Raiders of the Lost Ark eins og flestir muna. Aðrir segja að hann sé aðeins sonur Marion. Persónulega held ég ekki!

Fær Indy Stockholm syndrommið?
Sagan er þannig að karakter Cate Blanchett, hin sovéska Dr. Jones, muni yfirheyra Indy í myndinni og það muni myndast típískt ást-hatur samband á milli þeirra.

Hvað verður ógeðið í þessari mynd?
Það voru snákar í Raiders of the Lost Ark, pöddur í Indiana Jones and the Temple of Doomog rottur í Indiana Jones and the Last Crusade. Hvað verður það núna ? (psst…fólk er að tala um risastóra maura í þetta skiptið!)

Við minnum á TV Spotið og Aukaefnið sem við birtum um daginn, þær eru aðgengilegar á undirsíðu myndarinnar á kvikmyndir.is, en fréttin sem útskýrir málið er hér!