Spilafíknismyndin 21 fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, en hún er frumsýnd á Íslandi 11.apríl. Við viljum endilega benda ykkur á aukaefnið fyrir myndina sem er aðgengilegt á undirsíðu hennar hér á kvikmyndir.is(leitið að 21 í leitinni hér efst til hægri!).
Myndin græddi 23,7 milljónir dollara nú fyrstu helgina sína, en hún kostaði 35 milljón dollara í gerð. Aðstandendur myndarinnar eru sagðir mjög sáttir við niðurstöðuna og búast fastlega við hagnaði. 21 sló Horton Hears a Who úr sessi, en hún er fyrsta myndin sem er búin að græða yfir 100 milljónir það sem af er ári. Hún hefur fengið 117,3 milljónir í vasann en það kostaði 85 milljónir dollara að búa hana til.
Það sem kemur mest á óvart er að spoof myndin Superhero Movie lenti í 3.sæti og er ekki talin vera alveg algert rusl af gagnrýnendum og bíóáhugamönnum. Run, Fat Boy, Run fékk takmarkaða sýningu og græddi 2,4 milljónir, en hermannamyndin Stop Loss floppaði algerlega, hún græddi 4,5 milljónir dollara en það kostaði 25 milljónir dollara að gera hana.

