Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

21 2008

(Twenty One)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. apríl 2008

Inspired by the true story of five students who changed the game forever.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 36% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Ben Campbell (Jum Sturgess) er hlédrægt gáfnaljós. Hann stundar dýrt nám og vantar pening, mikinn pening, til að greiða námsgjöldin. Ben kemst í leynifélag gáfuðustu nemenda skólans sem eru með lausnina á fjárhagsvandamálum hans. Þau hafa, undir handleiðslu skrítna stærðfræðiprófessorsins Mickey Rosa (Kevin Spacey), reiknað út hvernig á að tæma fjárhirslur... Lesa meira

Ben Campbell (Jum Sturgess) er hlédrægt gáfnaljós. Hann stundar dýrt nám og vantar pening, mikinn pening, til að greiða námsgjöldin. Ben kemst í leynifélag gáfuðustu nemenda skólans sem eru með lausnina á fjárhagsvandamálum hans. Þau hafa, undir handleiðslu skrítna stærðfræðiprófessorsins Mickey Rosa (Kevin Spacey), reiknað út hvernig á að tæma fjárhirslur spilavítanna. Liðið ferðast til Las Vegas um hverja helgi með fölsuð skírteini í farteskinu og snýr heim með himinháar fjárhæðir. Ben fellur hratt fyrir þessum adrenalíndrífandi lífsstíl og enn hraðar fyrir liðsfélaga sínum, hinni gáfuðu og kynþokkafullu Jill Taylor (Kate Bosworth). Hann reynir að ganga í augun á henni en spilar sig of stóran og fer að taka of marga sénsa. Svo marga sénsa að öryggisvörður spilavítisins, Cole William (Laurence Fishburne), byrjar að gruna eitthvað og einsetur sér að fella þau öll með tölu. Æsispennandi mynd byggð á sönnum atburðum sem Ben Mezrich gerði fræga í bókinni Bringing down the House. ... minna

Aðalleikarar


Frá snillingnum sem færði okkur Legally Blonde kemur næsta Rounders! Ekki beint. Póker er nú meira mitt spil, en Blackjack getur verið skemmtilegt líka. Þessi mynd er sannsöguleg og segir frá háskólanemum úr MIT sem vinna saman að því að telja spil í 21 og ná þannig að “vinna leikinn”. Allt er þetta gert undir handleiðslu kennara þeirra sem er leikinn af Kevin Spacey. Það er alltaf gaman að fylgjst með Spacey og hann er klárlega það besta við þessa mynd. Vandamálið er að flestir aðrir leikarar eru frekar leiðinlegir, kannski fyrir utan Laurence Fishburne. Óþekktur leikari, Jim Sturgess, leikur aðalhlutverkið og ég held að hann muni bara haldast óþekktur. Hann væri kannski góð barnapía, gæti svæft mörg börn í einu á augabragði. Anywho, myndin er ekki alslæm, það eru skemmtileg atriði. Spilamennskunni er þó ekki gerð nógu góð skil og það er alltof fyrirsjáanlegt hvert myndin stefnir...þó hún sé sannsöguleg. Svo er hún allt of löng. Ef hún væri 90 mín myndi hún örugglega vera miklu betri og þéttari.

Það kom mér á óvart að hún væri ekki betri þessi mynd. Hún hefur fengið ágætis dóma, með 6,8 á imdb og hefur verið tilnefnd til einhverra verðlauna. Don´t believe the hype. Sleppið þessari.

“If I see you in here again, I will break your cheekbone with a small hammer.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kemur á óvart
Ég fíla spilavítismyndir ekkert meira en hinn venjulegi náungi en þessi mynd kemur mér á óvart. Það er þó helst stíllinn sem mér finnst halda henni uppi og það að ég virkiiiiilega fíla aðalleikarann en ég sá hann síðast í Across the Universe (ef ég væri með svona rödd þá myndi ég syngja sjálfan mig í svefn á hverju kvöldi).

Myndin er skemmtilega leikin og karakter Kevin Spacey er ekkert annað en eitt stórt samansafn af one-linerum, en hann fær mann til að gera það sem hann á að gera: að láta áhorfandann hata hann.

Myndin er hins vegar uppfull af klisjum en það fór ekki í taugarnar á mér, endaplottið er svo virkilega skemmtilegt.

Myndin hafði ofanaf mér á fínasta hátt í þessa tvo tíma, og ég bjóst svosem ekki við meiru. Þetta er hin fínasta skemmtun og hreint út sagt afbragðsmynd. Því miður held ég að hún lifi stutt í minni mínu, en hún skildi við mig vel sáttan, klisjurnar fóru ekki í taugarnar á mér. Ég kem sjálfum mér á óvart hérna og held ég geti klárlega mælt með henni ef þú vilt ekkert meira en virkilega skemmtilega afþreyingu. 3 stjörnur - 7.5/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn