Pablo Larraín endurgerir Scarface

Það muna eflaust margir eftir Al Pacino í hlutverki innflytjandans Tony Montana í kvikmyndinni Scarface, frá árinu 1983.

Nú hefur leikstjórinn Pablo Larraín, sem áður hefur gert kvikmyndina No, verið staðfestur í leikstjórastólinn fyrir endurgerð myndarinnar. Í þetta skipti verður aðalpersónan þó ekki kúbversk, heldur mexíkósk.

pablo

Margir vita eflaust að kvikmyndin frá 1983 var endugerð af samnefndri mynd frá árinu 1932. Í nýjustu endugerðinni verður innflytjendasagan krufin til mergjar. Sagan verður staðsett í Los Angeles og mun einblína á innflytjendur frá Mexíkó í Bandaríkjunum.

Margir af þeim sem komu að Scarface fyrir rúmum þremur áratugum munu einnig koma að endurgerðinni og má þar nefna framleiðandann Marty Bregman.

Larraín var tilnefndur til Óskarverðlauna fyrir kvikmynd sína No árið 2012, í flokki besta kvikmynd á erlendu tungumáli.