Christian Bale er gríðarlega fjölhæfur leikari og elskar jafnmikið að leika í litlum indie myndum eins og I’m Not There og svo stórmyndum eins og Batman Begins. Hann var í viðtali um daginn og sleppti þar útúr sér setningunni „Ég veit hvernig Dark Knight sagan er að þróast, ég væri alveg meira en til í að leika í þriðju myndinni!“
Hann lítur s.s. á Batman Begins sem mynd nr.1 og The Dark Knight sem mynd nr.2. Hann segir í viðtalinu að þeir séu að skapa eitthvað algerlega nýtt með The Dark Knight og segir að myndin eigi að vera tileinkuð Heath Ledger.
„Heath var einstakur maður sem var ótrúlega gaman að vinna með. Mér finnst eins og hann hafi skapað sér algerlega sinn eigin karakter með Jókernum og þessi karakter eigi eftir að lifa í huga okkar í fjölmörg ár eftir að myndin kemur út. Frammistaða hans er ótrúleg. Hann tók hlutverkið mjög alvarlega.“ sagði Bale.
Það er ljóst að Bale (og Christopher Nolan leikstjóri myndarinnar) vilja að The Dark Knight verði algerlega tileinkuð Heath Ledger og ég skil það vel, Bale er einnig æstur í að leika í 3.myndinni en Christopher Nolan lætur EKKERT uppi.

