Náðu í appið

Nýtt á VOD

GamanDrama
Leikstjórn Mike Leigh
Pansy er svo ofboðslega reið að öll hennar samskipti enda með því að hún rýkur upp, hvort sem það er við undirokaðan eiginmann sinn og son eða ókunnuga sem dirfast að ávarpa hana. Yngri systir hennar, Chantelle, býr aftur á móti með tveimur líflegum dætrum sínum og rekur farsæla hárgreiðslustofu þar sem hún lætur viðskiptavinum líða vel allan daginn. En undir hrjúfu yfirborði Pansy má greina merki um viðkvæma skaddaða sál, knúna áfram af ótta.
DramaSpennutryllirGlæpa
Floria er hjúkrunarfræðingur á skurðdeild svissnesks spítala. Við fylgjumst með henni þar sem hún mætir á kvöldvakt, þar sem er undirmönnun og kapphlaup við tímann.
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Aziz Ansari
Vel meinandi en frekar klaufalegur engill sem heitir Gabriel, blandast inn í tilveru baslandi giggara og auðugs kapítalista.
GamanDrama
Leikstjórn James Sweeney
Ungur maður sem syrgir tvíburabróður sinn gengur í stuðningshóp fyrir "tvíburalausa tvíbura".
SpennaGaman
Leikstjórn Christopher Leone
Útbrunninn sjúkraflutningamaður reynir að komast í gegnum síðasta sólarhringinn í vinnunni á meðan hann þjálfar nýliða.
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Eftir að skelfilegt óveður leggur heimili þeirra í rúst flytja hraðskreiða letidýrið Lára og klikkaða fjölskyldan hennar til stórborgarinnar til að hefja nýtt líf í ryðguðum matarvagni. Þau ákveða að fara elda mat úr bílnum og selja. Þegar girnilegar uppskriftir fjölskyldunnar slá í gegn tekur snjall en óheiðarlegur hlébarði eftir þeim og gerir allt hvað hann getur til að verja skyndibitaveldi sitt í samkeppninni við leitidýrafjölskylduna.
Drama
Leikstjórn Polly Steele
Nicholas og Isabel voru sköpuð fyrir hvort annað en hvernig eiga þau nokkurn tímann að komast að því? Á meðan andar, örlög og hreinn kraftur sannrar ástar toga þau saman hótar lífið að slíta þau í sundur.
GamanSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Darren Aronofsky
Hank Thompson var efnilegur hafnaboltastrákur í menntaskóla sem getur ekki lengur spilað, en annars gengur allt vel hjá honum. Hann á frábæra kærustu, vinnur sem barþjónn á skuggalegum bar í New York og uppáhaldsliðið hans er að gera óvænta tilraun til að vinna deildina. Þegar pönkrokksnágranninn hans, Russ, biður hann um að passa köttinn sinn í nokkra daga, lendir Hank skyndilega í miðju skrautlegs hóps ógnandi glæpamanna. Þeir vilja allir eitthvað frá honum; vandamálið er að hann hefur ekki hugmynd um af hverju. Á meðan Hank reynir að forðast sífellt harðari tök þeirra á honum, þarf hann að nota alla sína kænsku til að halda lífi nógu lengi til að komast að því hvað er í gangi ...
DramaÆviágrip
Leikstjórn Sean McNamara
Eftir hræðilegt slys sem skilur eftir ör á líkama ungs drengs ákveður hann að trúa á lífið og sýna öllum hvað er mögulegt. Hann fær góða hjálp frá fjölskyldunni, úr trúnni, frá átrúnaðargoði sínu, samfélaginu og allri St. Louis borg.
SpennaDramaÆviágrip
Leikstjórn Kiah Roache-Turner
Þegar bátur þeirra sekkur á Tímorhafi í seinni heimsstyrjöldinni þarf hópur ungra ástralskra hermanna að finna leið til að lifa af á úthafinu á fleka sem fer sífellt minnkandi. Þeir eru hundruð kílómetra frá landi og þurfa að takast á við innbyrðis átök, árásir óvina og ágang eins mjög stórs og mjög svangs hvítháfs.
Drama
Leikstjórn Kate Beecroft
Eftir andlát eiginmanns síns glímir Tabatha – ungur, húðflúraður og uppreisnargjarn hestatemjari – við fjárhagslegt óöryggi og óuppgerða sorg á meðan hún veitir hópi villuráfandi unglinga skjól á niðurníddum búgarði sínum í Badlands.
SpennaDramaVestri
Leikstjórn Brian Skiba
Þegar eftirlýstasti maðurinn í Bandaríkjunum birtist í litlum bæ í Kentucky, fylgir ofbeldisfull fortíð hans - og blóðþyrstur skríll sem sækist eftir hefnd og háu verðlaunafé - fljótt á eftir. Þegar bræður takast hvor á við annan og kúlur rífa bæinn í tætlur, lætur þessi eldsnöggi byssumaður óvini sína borga hátt verð fyrir græðgi sína.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn James Strong
Hin heimsþekkta blaðakona og mannréttindafrömuður Anna Politkovskaja hóf feril sinn sem blaðamaður á staðarblaði en fór síðar á vígvelli Tsjetsjníu og afhjúpaði spillingu rússneska ríkisins undir stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hún neitaði að hætta fréttaflutningi af stríðinu í Tsjetsjníu þrátt fyrir ítrekaðar hótanir og ofbeldisverk, þar á meðal eitrunartilraun. Hún var að lokum myrt í lyftu í fjölbýlishúsinu sínu og enn er óljóst hver greiddi fyrir leigumorðið.
GamanDrama
Leikstjórn Tyler Taormina
Fjölskylda hittist mögulega í síðasta skipti á aðfangadagskvöld á ættaróðalinu. Eftir því sem líður á kvöldið og spenna milli kynslóða magnast laumast einn unglingurinn út með vinum sínum.
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Chantelle Murray
Líf Teos, sem ættleiddur er af fjölbragðaglímu-kengúrufjölskyldu, breytist þegar hann sér sýnir sem leiða hann í átt að uppruna sínum. Hann leggur af stað í sögulegt ferðalag til að bjarga heimalandi sínu frá eyðileggingu.
SpennaSpennutryllirStríð
Leikstjórn Louis Mandylor
Breski flugsveitarforinginn James Wright er tekinn til fanga af Japönum í seinni heimsstyrjöldinni og neyddur til að berjast í grimmilegum bardögum án vopna. Japönsku hermennirnir fá þó meira en þeir bjuggust við þegar þeir átta sig á að Wright hlaut margra ára bardagalistaþjálfun í Hong Kong sem gerir hann að stórhættulegum andstæðingi.
Hrollvekja
Þegar fimm vinir verða óvart valdir að banvænu bílslysi, hylma þeir yfir atvikið og gera samning um að halda því leyndu í stað þess að mæta afleiðingunum. Einu ári síðar kemur fortíðin og ásækir þá. Þeir þurfa að horfast í augu við hrollvekjandi staðreynd: Það er einhver sem veit hvað gerðist síðasta sumar ... og ætlar sér að ná fram hefndum.
Hrollvekja
Leikstjórn Francis Lawrence
Á hverju ári hittast fimmtíu unglingsdrengir til að taka þátt í viðburði sem kallast Gangan langa. Í hópnum í ár er hinn sextán ára gamli Ray Garraty. Hann þekkir reglurnar: Þú færð aðvörun ef það hægist á þér, ef þú hrasar eða sest. Og eftir þrjár viðvaranir ... færðu sekt. Og það sem gerist næst er hræðileg áminnig um að það getur bara verið einn sigurvegari, sem er sá eini sem lifir af.
SpennaDrama
Leikstjórn Johnny Martin
Eftir að siðferðilega gjaldþrota fyrirtæki reynir að vopnvæða byltingarkennda tækni snjalls vísindamanns fer hann huldu höfði til að vernda mannkynið. Þegar fyrirtækið sendir sérsveit til að finna hann gerir það sín stærstu mistök – það vopnvæðir manninn sem það reynir að handsama.
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Christian Swegal
Jerry, einstæður baslandi faðir, innrætir syni sínum, Joe, hugmyndafræði sjálfstæðra borgara og kennir honum að lög séu aðeins blekking og frelsi sé eitthvað sem maður tekur sér. En eftir því sem þeir sökkva dýpra í hugmyndafræðina lenda þeir upp á kant við lögreglustjóra sem hefur helgað líf sitt því að halda uppi reglunum sem Jerry hefur varið sínu lífi í að rífa niður.