Fox vill klófesta Wolverine á himinháu verði

THE-WOLVERINE_FIRST-LOOK_Ástralski leikarinn Hugh Jackman hefur tileinkað leiklistarferli sínum síðustu ár hlutverki Wolverine. Nýjasta kvikmyndin, The Wolverine, hefur fengið góða dóma og frábæra aðsókn í kvikmyndahúsum.

Ekki má gleyma því að það er önnur kvikmynd á leiðinni þar sem Jackman setur upp klærnar. Fimmta X-Men myndin verður sýnd á næsta ári og heitir hún X-Men: Days of Future Past.

Ef marka má tímaritið National Enquirer, þá hefur Fox boðið Jackman, 100 milljóni dala (12 milljarðar íslenskra króna) fyrir að leika Wolverine í fjórum nýjum myndum. Jackman sagði eitt sinn að hann myndi leika Wolverine eins lengi og aðdáendur vildu hafa hann á hvíta tjaldinu, og er sagður íhuga tilboðið.

The Wolverine fór yfir 300 milljóna króna múrinn síðastliðna helgi og er því ekki skrítið að Fox vilji festa samning á kappann, því allar kvikmyndir sem hann hefur leikið sem Wolverine hafa malað gull.