Það eru eflaust ekki allir sem muna eftir því að Star Wars teymið kom saman og bjó til jólamynd árið 1978. Myndin bar nafnið Star Wars Episode IV 1/2: Happy Life Day og er með því steiktasta sem undirritaður hefur séð í tengslum við Stjörnustríð.
Myndin vakti þó mikla lukku og aðdáendur tóku henni vel á sínum tíma, en myndin inniheldur m.a. söngatriði og teiknimynd með Boba Fett.
Áhugasamir geta horft á myndina hér að neðan (ekki gefast upp eftir 5 mínútur þrátt fyrir textalaust Wookie tal, þá missiru af öllum söngatriðunum).