Brýtur Bane blökuna?

Nýjasta plakatið fyrir The Dark Knight Rises var birt í dag og hefur farið eins og eldur um sinu á þeim stutta tíma, enda feikilega flott plakat á alla vegu. Spennan fyrir The Dark Knight Rises er að aukast þessa daganna en fyrstu brotin úr myndinni voru heimsfrumsýnd nú á dögunum í Hollywood í völdum IMAX bíósölum (myndin inniheldur sirka 40-50 mínútur af IMAX-myndefni).

Miðað við viðbrögð gagnrýnenda og þeirra sem sáu myndefnið eru flestir á því málið að Tom Hardy sem Bane sé svakalegur óþokki en ekki voru þó allir nógu sáttir með hljóðblöndunina þar sem illa heyrðist í honum. Eins og sést hér á plakatinu mun Bane klárlega verða víglegur andstæðingur gegn Leðurblökumanninum.

Plakatið minnir dálítið á þekktustu myndasöguna sem Bane hefur komið fram í, Batman: Knightfall, en margir telja að The Dark Knight Rises muni fá lykilatriði í söguþræði myndarinnar úr þeirri myndasögu. Plakatið gerir líka klárlega grein fyrir að þetta sé lokakaflinn í þessari mögnuðu seríu. Þetta er þó einungis lítill (en magnaður) forsmekkur fyrir næsta föstudag þegar fyrsta stiklan fyrir myndina verður frumsýnd.