Notendur kvikmyndir.is bíða margir spenntir eftir næstu Batman mynd, The Dark Knight Rises,en tökur á myndinni fara nú fram. Eins og segir í breska blaðinu The Guardian þá hafa tökur á myndinni farið fram á laun hingað til, en núna hafa Christopher Nolan og félagar komið út undir bert loft þar sem heppnir geta jafnvel séð hina skikkjuklæddu hetju í bardaga.
Ef þú smellir hér og skoðar vídeóið sem er inni í fréttinni má sjá vídeó sem tekið er af tökustað The Dark Knight Rises. ( tekið í Pittsburgh fyrr í vikunni)
Eins og segir í frétt The Guardian þá er þetta í fyrsta skipti sem sjá má Batman og Bane saman á skjánum, ef undan eru skildar einhverjar millisekúndur úr teaser trailer sem kom út fyrr í sumar.
Tom Hardy sagði nýlega í viðtali við Total Film um Bane, að hann teldi Bane vera hrikalega svalur, og hann væri mjög spenntur að leika hann. „Í hvert sinn sem þú setur eitthvað á andlitið á þér, þá færðu persónuleika og atgervi sem hefur ekkert með leik að gera. Það leyfir leikframmistöðunni að vera frjálsri,“ sagði Hardy í viðtalinu.