Leikstjórinn F. Gary Gray, sem gaf seinast frá sér spennumyndina Law Abiding Citizen, vinnur nú hörðum höndum að myndinni The Last Days of American Crime. Myndin er byggð á samnefndri myndasögu og gerist í náinni framtíð þar sem ríkisstjórnin hefur samþykkt lög sem gera þeim kleift að notast við heilaþvott til að koma í veg fyrir glæpi og ofbeldishneigð.
Hasarhetjan Sam Worthingon færi með hlutverk atvinnuglæpamanns sem ákveður að fremja stærsta rán ferils síns deginum áður en lögin eru tekin í gildi, og yrði hann því allra síðasti glæpamaður í sögu Bandaríkjanna.